Heimsóknarbann á Landspítalanum

Starfsmenn Landspítalans að störfum á tímum COVID-19.
Starfsmenn Landspítalans að störfum á tímum COVID-19. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Heimsóknir á Landspítala eru ekki leyfðar meðan faraldur vegna COVID-19 stendur yfir. Þetta er til að vernda sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur fyrir hugsanlegu smiti og tryggja að farið sé eftir sóttvarnarreglum. 

Aðstandendur eru hvattir til að hafa samband við sína nánustu símleiðis eða með samskiptaforritum eins og Facetime, Messenger eða Skype, eftir því sem best hentar.

Í undantekningartilfellum eru heimsóknir leyfðar á gjörgæsludeild. Þær eru einungis fyrir nánustu aðstandendur, einn í einu og að hámarki í eina klukkustund einu sinni á dag. Heimsóknir til sjúklinga í einangrun vegna COVID-19 eru með meiri takmörkunum.

Við eftirfarandi aðstæður mega tveir aðstandendur koma: Sjúklingur er barn. Um yfirvofandi andlát sjúklings er að ræða. Nánasti aðstandandi þarf stuðning annars til að heimsækja sjúkling. 

Sjá nánar hér

Upplýsingar um stöðuna á Landspítala í hádeginu í gær:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert