Þakkar fyrir snögg viðbrögð vegna veikinda

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Golli

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er þakklát snöggum viðbrögðum vinar mannsins hennar, heilbrigðisstarfsfólks og þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að eiginmaður  hennar fékk heilablóðfall í gær.

Hún greinir frá því á facebook að hann sé í góðum höndum á Landspítalanum og batahorfur séu nokkuð góðar.

„Það er dýrmætt að eiga þetta frábæra heilbrigðisstarfsfólk og þyrlusveitina þegar á reynir í lífi fólks fyrir það verður aldrei fullþakkað,“ skrifar hún.

 Á síðunni vísar hún í frétt bb.is þar sem kemur fram að þyrla Gæslunnar hafi lent á þjóðveginum við Arnarnes því það var talið öruggara en að lenda á Ísafjarðarflugvelli. Ófært var fyrir sjúkraflugvél frá Akureyri og því var ákveðið að kalla út þyrluna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert