Íslendingar vonast til að losna úr einangrun á skipi

Hjónin vonast til að komast til London á laugardag og …
Hjónin vonast til að komast til London á laugardag og þaðan til Íslands. AFP

Íslensk hjón, Hallur Metúsalem Hallsson og Margarita Hallsson, sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu MS Zaandam, vonast til að komast til Íslands á næstu dögum, að því er fram kemur í frétt RÚV. Kórónuveirusmit kom upp um borð og að minnsta kosti fjórir létust.

Hjónin voru þó flutt yfir í skipið MS Rotterdam sem tók við heilbrigðum farþegum fyrir viku þegar MS Zaandam lá við akkeri í Panama. Þar hafa þau verið í einangrun í klefa sínum og aðeins fengið að fara út í um hálfa klukkustund. Skipið fékk þó leyfi í kvöld til að leggjast að bryggju í Flórída í Bandaríkjunum.

RÚV hefur eftir Halli að ströng heilsufarsskoðun taki við þegar komið er til hafnar en eftir það þurfi farþegarnir að fara aftur um borð á meðan unnið er að því að koma þeim heim. Vonast hjónin til þess að geta flogið til London á laugardag og þaðan til Íslands.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert