Könnunin snertir alla þjóðina

Þjóðminjasafnið.
Þjóðminjasafnið. mbl.isþ/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er einhver mikilvægasta heimildasöfnun safnsins frá upphafi. Efnið snertir alla landsmenn á óvenjulegan og áþreifanlegan hátt,“ segir Ágúst Ólafur Georgsson, sérfræðingur þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins, um spurningakönnun safnins um lífið á dögum kórónuveirunnar, en hún er að fara af stað á netinu.

Vonast Ágúst til að könnunin verði orðin aðgengileg í lok vikunnar. Hann Ágúst hvetur til þess að sem flestir taki þátt í könnuninni og greini frá reynslu sinni. „Við teljum að það sé afar mikilvægt að safna upplýsingum beint frá fólki, um reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. Ef vel tekst til væntum við þess að fá einstakt efni í hendurnar þar sem faraldurinn er í fullum gangi,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ágúst segir að þær frásagnir sem berast safninu verði varðveittar fyrir framtíðina í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi og verði öllum opnar, jafnt fræðimönnum sem öðrum. Nafnleyndar verði gætt eins og alltaf nema heimildarmaður kjósi annað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir