Næsta lægð á leiðinni

Kort/Veðurstofa Íslands

Norðanáttin er í rénun og léttir til um landið sunnanvert á næstu klukkutímum. „Það mun reyndar ekki standa lengi því áhrifa næstu lægðar fer að gæta strax á morgun en þá bætir í vind og má búast við éljum ansi víða. Eins er ekki gert ráð fyrir að hiti fari yfir frostmark næstu daga.

Um helgina kemur svo lægðin smám saman inn á land og það verður líklega ekki fyrr en síðdegis á sunnudag sem hlýnar um sunnanvert landið og fer að rigna þar.
Því þurfa ferðalangar að fylgjast náið með spám næstu daga svo allir komist þangað sem för er heitið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

Veðurspáin fyrir næstu daga

Norðan 13-20 m/s. Snjókoma á N-verðu landinu í fyrstu, en annars él, síst þó á Suðausturlandi. Dregur úr vindi og léttir víða til með morgninum, norðan 5-15 m/s síðdegis, hvassast SA-til, en áfram dálítil él NA-lands. Frost 1 til 8 stig, en herðir á frosti í kvöld.
Norðaustan 5-13 á morgun. Él um landið N- og A-vert, en annars bjartviðri. Þykknar upp með éljum syðst um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s og él á norðanverðu landinu, en hægara og bjartviðri sunnan heiða. Vaxandi austanátt og fer að snjóa við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 10 stig, mildast syðst.

Á laugardag:
Gengur í norðaustan 13-23 m/s með snjókomu víða um land, hvassast og úrkomumest SA-til. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Norðaustanstormur eða -rok og snjókoma framan af degi, en síðar rigning eða slydda S-til og hlýnar í veðri.

Á mánudag:
Austanstormur með hríðarveðri á Vestfjörðum, annars mun hægari vindar og rigning eða slydda með köflum og hita 0 til 7 stig, mildast syðst. Snýst í suðvestanátt með éljum S- og V-lands seint um kvöldið og kólnar.

Á þriðjudag:
Austlæga átt með éljum í flestum landshlutum og hita kringum frostmark, en heldur hlýrra syðst.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestanátt og skúrir eða él, en bjart veður austan til. Hiti 0 til 4 stig á láglendi.

mbl.is