Endurnýja lagnir vegna risahótels við Seljaveg í Reykjavík

Starfsmenn Auðverks ehf. hafa undanfarnar vikur unnið við lagnavinnuna við …
Starfsmenn Auðverks ehf. hafa undanfarnar vikur unnið við lagnavinnuna við Seljaveg. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að endurnýja lagnir fyrir kalt vatn og fráveitu á Seljavegi í Reykjavík. Samhliða er lögð regnvatnslögn og nýir rafmagnsstrengir.

Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að fyrst og fremst sé ráðist í þessar framkvæmdir vegna nýja hótelsins við Seljaveg, Center-Hótel Granda, sem áformað er að taki til starfa síðar á þessu ári. Þetta verður risahótel með 195 herbergjum. Kostnaður við verkið er áætlaður ríflega 40 milljónir króna og Auðverk ehf. er verktaki.

Vegna framkvæmdanna þurfti að loka Mýrargötu á tímabili og var umferð hleypt um hjáleið. Búið er að malbika Mýrargötuna og hleypa umferð um götuna að nýju, en talsvert mikil umferð er jafnan um Mýrargötuna.

Ólöf segir að enn sé unnið í lögnum á Seljavegi. Verktakinn hafi reynt að hafa götuna opna fyrir umferð á kvöldin og nóttunni en lokað er á meðan unnið er á daginn. Reiknað sé með að Seljavegurinn verði malbikaður öðrum hvorum megin við páska. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert