Komst á endanum heim

Bogi Bjarnason lék frisbígolf í Níkaragva.
Bogi Bjarnason lék frisbígolf í Níkaragva. Ljósmynd/Morgan Studio Nicaragua

Bogi Bjarnason, blaðamaður og frisbígolfari, sem um tíma var strandaglópur í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva, kom heim í vikunni eftir 69 klukkustunda strangt ferðalag. 

Þegar við skildum við Boga á þessum vettvangi fyrir viku hafði hann þurft að framlengja dvöl sína í Níkaragva um tæpa viku fyrir þær sakir að honum var ekki hleypt til Bandaríkjanna en þar í gegn átti hann að fara á leið sinni heim til Íslands. Í staðinn fann Bogi flug til Amsterdam í gegnum Mexíkó um síðustu helgi. Þaðan flaug hann til Lundúna á mánudaginn og loks heim með British Airways á þriðjudaginn.

„Það tók mig um það bil 69 klukkustundir að komast til Keflavíkur eftir að ég lagði af stað frá San Juan del Sur klukkan sjö á laugardagsmorgun,“ segir Bogi. Ekki gekk þó ferðalagið hnökralaust fyrir sig. „Á Amsterdam-London-leggnum var aftur reynt að hefta för mína en Bretarnir ætluðu í fyrstu ekki að hleypa mér inn í landið nema ég ætti tengiflug samdægurs. En þetta bjargaðist.“

Bogi fór að vonum þráðbeint í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Myndir úr ferðalaginu má skoða á vefsíðu hans: bogibjarnason.com/gallery.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »