Kjaraviðræðum hefur miðað vel

Aðalsteinn Leifsson.
Aðalsteinn Leifsson.

Kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga miðar vel að sögn Aðalsteins Leifssonar, nýskipaðs ríkissáttasemjara, og hefur því verið blásið til sáttafundar í dag klukkan hálfellefu.

„Það hafa verið óformlegir fundir undanfarna daga sem hafa gengið ágætlega svo við ákváðum að blása til fundar á morgun [í dag],“ sagði Aðalsteinn.

Bætir hann við að náðst hafi samkomulag um vinnufyrirkomulag fólks í vaktavinnu, eftir margra ára viðræður.

„Þetta eru þungar og erfiðar samningaviðræður sem hafa staðið yfir lengi en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar finna mjög þétt til ábyrgðar og eru að vinna þetta af mjög mikili einurð,“ segir Aðalsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert