Máli Jóhanns vísað frá dómi

Tónkáldið Jóhann Helgason.
Tónkáldið Jóhann Helgason. mbl.is/RAX

Höfundarréttarmáli tónskáldsins Jóhanns Helgasonar gegn stórfyrirtækjunum og tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles á föstudag.

Greint er frá málinu í Fréttablaðinu.

Þar segir að dómari í málinu telji ekki nógu mikil líkindi milli lags Jóhanns, Söknuðar, og lagsins You Raise Me Up eftir Rolf Løvland til að það geti talist til lagastuldar.

Haft er eftir Jóhanni í Fréttablaðinu að hann geti mögulega áfrýjað til æðra dómstigs. Niðurstaðan geri honum þó erfiðara að sækja málið fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina