Ekki auðvelt að setja fæðingastarfsemi skorður

„Svona eru reglurnar og okkur finnst þetta ekkert auðvelt að …
„Svona eru reglurnar og okkur finnst þetta ekkert auðvelt að setja skorður og myndum auðvitað gjarnan vilja hafa þetta öðruvísi, en það er ekki í boði eins og er. Við verðum að reyna að vernda starfsemina.“ mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við reynum að koma sem mest til móts við fólk og þeirra óskir og þarfir en við þurfum líka að passa upp á starfsemina. Þær reglur sem við miðum við núna eru ekki skýr tímarammi heldur miðar meira við að konan sé komin í virkan fasa í fæðingunni, þá fer yfirleitt að styttast í fæðinguna og síðan að aðstandandi geti þá verið í einn til tvo tíma eftir fæðingu.“

Þetta segir Hulda Hjart­ar­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir fæðing­arþjón­ustu á kvenna- og barna­sviði Land­spít­ala, í samtali við mbl.is. Þá segir hún það í höndum ljósmæðra að meta aðstæður og hvenær aðstandandi geti komið að fæðingunni.

„Það er þannig sem við höfum mótað þetta. Svo höfum við beðið aðstandendur að fara eftir þeim leiðbeiningum sem við setjum og fólk hefur bara verið mjög skilningsríkt og skilur okkar aðstæður,“ segir Hulda.

Hulda Hjartardóttir, yf­ir­lækn­ir fæðing­arþjón­ustu á kvenna- og barna­sviði Land­spít­ala.
Hulda Hjartardóttir, yf­ir­lækn­ir fæðing­arþjón­ustu á kvenna- og barna­sviði Land­spít­ala. Ljósmynd/Lögreglan

„Svona eru reglurnar og okkur finnst þetta ekkert auðvelt að setja skorður og myndum auðvitað gjarnan vilja hafa þetta öðruvísi, en það er ekki í boði eins og er. Við verðum að reyna að vernda starfsemina.“

Loks bendir Hulda á Spurt og svarað um um COVID-19 í tengslum við meðgöngu, fæðingu, sængurlegu, brjóstagjöf og nýburann á vef Landspítalans. „Þar höfum við reynt að hafa þetta eins vel mótað og hægt er.“

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir