Fluttu sjúkling milli gjörgæsludeilda í „húddi“

Sjúklingurinn var fluttur frá Fossvogi yfir á Hringbraut.
Sjúklingurinn var fluttur frá Fossvogi yfir á Hringbraut. Ljósmynd/Landspítalinn

Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta skiptið sjúklingur sem veikst hefur af COVID-19-sjúkdóminum fluttur á milli gjörgæsludeilda í svokölluðu einangrunarhylki. Var sjúklingurinn fluttur á milli gjörgæsludeildar á Landspítalanum í Fossvogi og gjörgæsludeildar við Hringbraut. Með flutningi í slíku hylki, sem kallað er „húdd“ er komið í veg fyrir smit milli sjúklings og annarra við flutninginn.

Á facebooksíðu Landspítalans er greint frá því að mikill viðbúnaður hafi verið vegna flutningsins. Gætt er að öryggi sjúklings við flutninginn með þar til gerðum öryggisbúnaði eins og loftflæðis- og loftgæðanemum, festingum á hylkinu við notkun og öryggisbeltum fyrir sjúklinginn.

Undirbúningur fyrir flutning.
Undirbúningur fyrir flutning. Ljósmynd/Landspítalinn
Húddinu komið fyrir á gjörgæslurúminu.
Húddinu komið fyrir á gjörgæslurúminu. Ljósmynd/Landspítalinn
Sjúklingur fluttur undir húddinu.
Sjúklingur fluttur undir húddinu. Ljósmynd/Landspítalinn
Ljósmynd/Landspítalinn
Tækjabúnaður og annað kallaði á að sjúklingurinn væri fluttur í …
Tækjabúnaður og annað kallaði á að sjúklingurinn væri fluttur í sendiferðabíl. Ljósmynd/Landspítalinn
Lagt af stað yfir á Hringbraut.
Lagt af stað yfir á Hringbraut. Ljósmynd/Landspítalinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert