Appið komið í 121 þúsund síma

Alma D. Möller landlæknir.
Alma D. Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls var smitrakningarappið komið í rúmlega 121 þúsund síma á miðnætti. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi. Hún segist mjög þakklát fyrir það og því fleiri sem sæki appið þeim mun meira gagn geri það.

Hún sagði að með hjálp appsins hafi þeir sem hafi veikst getað frískað upp á minnið og hefur það því komið að góðum notum við að rekja ferðir.

Um 1.100 manns eru í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, bætti hún við. Jafnframt þakkaði hún blóðgjöfum fyrir þeirra framlag. Öryggisbirgðir eru tryggðar en Alma hvatti samt blóðgjafa til að halda áfram að gefa blóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert