Einmanalegt á slökkvistöðinni

„Þetta hafa verið undarlegar dagvaktir en mér leið stundum eins …
„Þetta hafa verið undarlegar dagvaktir en mér leið stundum eins og ég væri eini maðurinn á vaktinni, þar sem enginn samgangur er við starfsmenn annara starfstöðva SA,“ segir slökkviliðsmaðurinn Jónas Godsk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þetta er vissulega öðruvísi en maður hefur vanist hingað til. Í gær stóð ég meirihlutann af vaktinni einn niðri á gólfi á slökkvistöðinni en restin af minni starfsstöð fór í sjúkraflug,“ kemur fram í máli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns á Akureyri en starfsstöðvum er skipt upp til að koma í veg fyrir manneklu vegna mögulegs kórónuveirusmits.

Starfið sé því öðruvísi en áður en venjulega fari það fram í teymum og vinnufélagarnir eru aldrei langt undan.

Þetta hafa verið undarlegar dagvaktir en mér leið stundum eins og ég væri eini maðurinn á vaktinni, þar sem enginn samgangur er við starfsmenn annarra starfstöðva SA,“ segir slökkviliðsmaðurinn Jónas Godsk.

„Ekki hefur þó verið skortur á verkefnum, því alltaf er nóg að gera í standsetningu búnaðar, yfirferðum, æfingum og fleiru ... og ekki er hægt að eyða tíma í kaffi með vinnufélögunum,“ bætir hann við.

Með færslunni fylgir myndskeið þar sem sjá má hvernig slökkviliðsmanni, sem er vanur að vinna í teymi, gengur að vinna eins síns liðs:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert