Meira sorp frá heimilum

Baggaður úrgangur sem barst til urðungar minnkaði um 23% miðað …
Baggaður úrgangur sem barst til urðungar minnkaði um 23% miðað við sama tímabil í fyrra, sem bendir til að samdráttur í sorpmagni sé meiri meðal rekstraraðila en heimila. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarmagn sorps sem kom inn á urðunarstað SORPU bs. dróst saman um 10% í febrúar og mars miðað við sömu mánuði í fyrra. Baggaður úrgangur sem barst til urðunar minnkaði um 23% frá sama tímabili í fyrra, sem bendir til að samdráttur í sorpmagni sé meiri meðal rekstraraðila en heimila.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SORPU.

Af hálfu SORPU hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að tryggja öryggi og lágmarka smitáhættu starfsfólks og viðskiptavina á tímum COVID 19.

Teknar hafa verið upp aðgangstakmarkanir að endurvinnslustöðvum SORPU sem miða við að ekki séu fleiri en 20 manns á hverjum tíma á hverri stöð. Þá hefur verslun Góða hirðisins verið lokað þar til samkomubanni verður aflétt en hafin er netsala á munum í gegnum fésbókarsíðu Góða hirðisins.

Á endurvinnslustöðvum SORPU hefur starfsfólk sem þess þarf fengið nauðsynlegan varnabúnað og aðgengi að sápum og handspritti hefur verið aukið á öllum starfsstöðvum og eru snertifletir þrifnir oft á dag. Til að virða lög um samkomubann og tryggja að starfsemi móttöku- og flokkunarstöðvar skerðist ekki ef COVID 19 stingur sér niður meðal starfsfólks hefur starfsmönnum SORPU verið skipt á tvær aðskildar vaktir.

Á urðunarstaðnum og gashreinsistöðinni í Álfsnesi hefur vinnufyrirkomulag einnig verið endurskipulagt meðal annars með tilliti til þess ef grípa þarf til enn frekari varúðarráðstafana vegna COVID 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert