Læra þarf af atvikinu í Bergi

Alma Möller.
Alma Möller. Ljósmynd/Lögreglan

Alma D. Möller landlæknir segir að mestu gildi að vera á varðbergi og læra af atvikinu sem átti sér stað á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem kona úr bakvarðasveit var handtekin.

Spurð hvort endurmeta þurfi verkferla vegna atviksins sagði hún á blaðamannafundi að þrjár bakvarðasveitir væru til staðar á landinu, eða frá heilbrigðisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og frá fólki sem byði sig fram við viðkomandi stofnun.

„Við vitum ekki hvaða leið þessi einstaklingur fór,“ sagði hún og bætti við að rannsókn væri á frumstigi. „Það gildir mestu að vera á varðbergi og læra af þessu atviki til að tryggja að það gerist ekki aftur.“

Hún sagði að áhyggjur hefðu verið uppi af minnkuðu aðgengi fyrir þá sem eru háðir fíkniefnum og skoða þarf hvernig hægt er að veita uppbótarmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert