Óskaði eftir aðstoð lögreglu fimm tímum fyrir andlátið

Móðirin óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ástands sonarins fimm klukkustundum …
Móðirin óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ástands sonarins fimm klukkustundum áður en talið er að hann hafi ráðist á hana með þeim afleiðingum að hún lést. mbl.is/Eggert

Kona á sextugsaldri sem fannst látin á heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ástands sonar hennar fimm klukkustundum áður en talið er að hann hafi ráðist á hana. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2

Sonurinn, sem er á þrítugsaldri, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald á mánudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir ekki hafa verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu þegar móðirin óskaði eftir aðstoð lögreglu á sunnudagskvöld.

Atburðarásin á heimilinu um kvöldið verður hluti af þeim gögnum sem lögregla mun afhenda héraðssaksóknara þegar rannsókn hennar lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert