Sungu fyrir Vigdísi á afmælinu

Í tilefni af afmæli Vigdísar Finnbogadóttur kom einvalalið óperusöngvara saman fyrir utan heimili hennar að Aragötu í dag til að syngja fyrir hana. Diddú og Bergþór Pálsson voru þar á meðal og vildu með söngnum þakka henni fyrir stuðning við sönglistina og störf sín fyrir íslenska þjóð. 

Hún þakkaði fyrir sig og sagðist ekki vera of gömul til að tárast yfir fallegum söng.

Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa notið jafn mikilla vinsælda og Vigdís sem gegndi forsetahlutverkinu frá árinu 1980 til ársins 1996 og var auðvitað fyrsta konan til að vera kjörinn þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningu. Staðreynd sem seint verður metin til fulls.

Fyrir nokkrum árum fengum við Vigdísi til að segja okkur söguna af því þegar hún fékk verkið Jaquline með gulan borða eftir Picasso. Það má sjá hér í myndskeiðinu fyrir neðan.

Rjóminn af óperusöngvurum landsins var samankominn í garðinum hjá Vigdísi …
Rjóminn af óperusöngvurum landsins var samankominn í garðinum hjá Vigdísi í tilefni dagsins. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert