Skoðar götulokanir vegna veirunnar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ætla að taka upp við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón möguleika á að loka götum fyrir bílaumferð svo gangandi geti virt tveggja metra regluna. Þetta kemur fram í færslu á Twitter hjá borgarstjóranum.

Vísar Dagur til þess að hann hafi fengið ábendingar og heyrt af áhyggjum borgarbúa sem hafi bent á að margar borgir hafi lokað fyrir bílaumferð. Segir hann að um eðlilegar ábendingar og áhyggjur sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert