Tuttugu smit tengd einum

Á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi.
Á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi.

„Gróft á litið höfum við náð að tengja 70% þeirra sem hafa smitast við annan einstakling. En svo eru alltaf einhverjir sem vita ekkert hvernig þeir urðu veikir,“ segir Jónas Orri Jónasson, meðlimur í smitrakningarteymi almannavarna.

Smitrakningarteymið hefur fengist við það samhliða öðrum störfum að kortleggja hvernig kórónuveiran hefur farið í gegnum íslenskt samfélag. Í dæmi sem Jónas tók saman fyrir Morgunblaðið má sjá hvernig einstaklingur sem smitaðist á skíðasvæði í Evrópu smitaði manneskju í sínu nánasta umhverfi. Þaðan var hægt að rekja smit áfram og þegar upp var staðið mátti tengja 20 smit við upphafsmanneskjuna.

Jónas segir að erfitt geti reynst að tengja saman þau 30% smita sem eftir standa. Mörg þeirra eru svokölluð yfirborðssmit og vísbendingar eru um að fólk hafi til að mynda smitast á veitingastöðum hér landi. „Þetta verður ábyggilega rannsakað í þaula á næstu árum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »