Stöndug fyrirtæki endurgreiða hlutabætur

Vinnumálastofnun hefur staðið í ströngu við að greiða út hlutabætur
Vinnumálastofnun hefur staðið í ströngu við að greiða út hlutabætur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex fyrirtæki hafa tilkynnt að þau ætli sér að hætta að nýta hlutabótaleið stjórnvalda og/eða endurgreiða þá fjármuni sem fyrirtækin höfðu fengið út úr leiðinni.

Ekkert fyrirtækjanna er í rekstrarvanda, en markmið hlutabótaleiðarinnar er að ríkið aðstoði fyrirtæki í rekstrarvanda með því að greiða allt að 75% launa starfsfólks.

Þannig setti fyrirtækið Origo 50 starfsmenn á hlutabætur sama dag og það tilkynnti 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Ákvörðun um að setja starfsfólkið á bætur var í gær dregin til baka. Esja Gæðafæði ehf. ákvað í gær að endurgreiða 17 milljóna króna stuðning sem Vinnumálastofnun hafði veitt fyrirtækinu vegna hlutabóta. Brim ætlar einnig að endurgreiða þær hlutabætur sem félagið nýtti sér, sem og Skeljungur og Hagar. Festi hefur hætt að nýta sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert