Fimm smit hafa greinst í maí

Þórólfur Guðnason á blaðamannafundinum.
Þórólfur Guðnason á blaðamannafundinum. Ljósmynd/Lögreglan

Smit kórónuveirunnar sem greindist síðasta sólarhring á höfuðborgarsvæðinu er það fimmta sem hefur greinst hérlendis í maí af um 7.500 sýnum sem tekin hafa verið.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á blaðamannafundi.

Hann minnti á næstu afléttingu sem verður mánudaginn 25. maí. Hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra að fjöldatakmörkunum verði breytt úr 50 manns í 200. Á það meðal annars við um íþróttastarf. Vínveitingahús og skemmtistaðir verða opnir til  23 og spilasalir sömuleiðis.

Frá blaðamannafundinum í Skógarhlíð í dag.
Frá blaðamannafundinum í Skógarhlíð í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Sömu kröfur og áður verða gerðar um sótthreinsun og þrif. Ný skilgreining verður á tveggja metra fjarlægðarreglunni vegna nýrra fjöldatakmarkana. „Við þurfum að útfæra hana aftur upp á nýtt í ljósi þess að við erum að leyfa meiri fjölda að koma saman,“ sagði Þórólfur. 

Hann bætti við að verkefnahópur ríkisstjórnarinnar ynni að því að finna leiðir til að opna landið fyrir ferðamönnum og skilar hann niðurstöðum 25. maí. Í framhaldinu mun hann skila heilbrigðisráðherra tillögu um tilslakanir á landamærum. Hann sagði ekki tímabært að segja til um hvenær þær tækju gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert