Tíföld netsala hjá Nettó þegar best lét

Salan hjá Nettó tífaldaðist í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru.
Salan hjá Nettó tífaldaðist í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Salan í netverslun Nettó tífaldaðist þegar mest lét í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru. Er netsalan nú fimmfalt meiri en hún var áður en útbreiðslu og áhrifa veirunnar tók að gæta hér á landi.

Þetta segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs hjá Samkaupum í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta gekk mjög vel til að byrja með. Til að anna eftirspurn, sem var orðin tíföld, ákváðum við að bæta við okkur miðlægu vöruhúsi sem var ætlað að ráða við aukna eftirspurn,“ segir Gunnar og bætir við að sökum faraldursins hafi neyslumynstur Íslendinga breyst til frambúðar. „Fólk fór að færa sig yfir á netið í miðri bylgjunni og nú er þetta að ná jafnvægi á nýjan leik. Við erum að horfa fram á fimmfalt meiri sölu en við gerðum áður,“ segir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert