Gestum er boðið á Hótel Borg í dag

Við Austurvöll. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði Hótel Borg.
Við Austurvöll. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði Hótel Borg. Ljósmynd/aðsend

Liðin eru 90 frá því Hótel Borg var opnað. Af því tilefni verður opið hús í dag, á milli klukkan 16.30 og 19.

Stefán Pálsson sagnfræðingur mun segja sögu Hótels Borgar og leiða gesti um húsið og tónlistarmennirnir Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónsson syngja og leika lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina.

Hótelið var opnað rétt fyrir 1.000 ára afmæli Alþingis. Von var á fjölda fólks vegna Alþingishátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki, og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert