Breyti draumum í veruleika síðar í sumar

Ferðafólk gæti komið til landsins eftir 15. júní.
Ferðafólk gæti komið til landsins eftir 15. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Allt planið hljómar vel og það verður spennandi að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Lilja Rafney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Vinstri grænna. Fjallað var um áhrif kórónuveirunnar á ferðaþjónustu á fundi nefndarinnar í morgun og fyrirhuguðu markaðsherferðina „Ísland - sam­an í sókn“.

Lilja sagði að það myndi væntanlega skýrast í vikunni hvort átakið færi af stað eftir helgi og sagði menn frekar reikna með því. 

Málið er þó í kæruferli en auglýsingastofan Pip­ar/​TBWA hef­ur kært Rík­is­kaup til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la vegna þeirr­ar ákvörðunar að ganga að til­boði bresku aug­lýs­inga­stof­unn­ar M&C Sa­atchi í verk­efn­inu. 

Er­lend­ir ferðamenn sem koma til Spán­ar frá og með 1. júlí þurfa ekki að sæta sótt­kví við kom­una til lands­ins. Þýska ríkisstjórnin horfir til þess að létta ferðahömlum frá 15. júní, sama dag og landamæri Íslands verða opnuð. 

„Það verður farið með kynningar inn í þau lönd sem við höfum verið í miklum viðskiptum við í ferðamálum,“ segir Lilja og heldur áfram:

„Mér finnst skemmtilegt átakið sem er á þann veg að láta sig dreyma um Ísland þegar allt opnar og ýta undir drauma um að koma hingað þegar landið opnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert