Lagði að baki rúmlega 1.200 kílómetra

Birna Dís Vilbertsdóttir fékk lánað æfingahjól frá Crossfit Hamri á …
Birna Dís Vilbertsdóttir fékk lánað æfingahjól frá Crossfit Hamri á Akureyri á meðan stöðin var lokuð. mbl.is/Margrét Þóra

„Þetta var ekki alltaf auðvelt, en eftir á er mjög ánægjulegt að hafa afrekað þetta. Ætli megi ekki segja að þetta hafi bjargað mér úr þessu kóvidástandi, “ segir Birna Dís Vilbertsdóttir á Akureyri.

Þegar líkamsræktarstöðvum var lokað út af kórónuveirufaraldrinum í mars síðastliðnum fékk hún lánað hjól hjá æfingastöðinni sinni, Crossfit Hamri, stillti því upp í stofunni heima og hjólaði svo gott sem alla morgna á lokunartímabilinu. Stöðin var opnuð á ný í vikunni og Birna hefur skilað hjólinu. Þegar upp var staðið hafði hún hjólað 1.212 kílómetra.

Birna segir að í fyrstu hafi hún ekki verið með nein önnur markmið í huga en að nota hjólið og helst á hverjum degi sér til heilsubótar. Hún og eiginmaðurinn, Hannes Bjarnason, starfa hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og þar lá öll starfsemi niðri líkt og víða annars staðar á meðan samkomubann var í gildi í landinu. Þau voru bæði í sjálfskipaðri sóttkví heima, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert