Straumlaust hjá Skattinum

Seðlarnir þurfa ekkert rafmagn.
Seðlarnir þurfa ekkert rafmagn. mbl.is/Golli

Vegna rafmagnsleysis er embætti Skattsins lokað í dag, einnig er skert þjónusta á vefjum embættisins. Greint er frá þessu á vef Skattsins, rsk.is.

Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir að galli í línu, sem tengdi rafmagn frá tengikassa inn í húsnæði Skattsins, hafi komið í ljós og verið sé að gera við skemmdirnar.

Opnað verði um leið og viðgerð ljúki.

Ríkisskattstjóri segir bilunina ekki tengjast því að álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2020 vegna tekna ársins 2019 verður aðgengileg á þjón­ustusíðu hvers og eins ein­stak­lings á vefn­um rsk.is á morg­un. 

mbl.is