Stálheppinn Ítali vann fimm milljarða

Heppinn Ítali var með allar tölur kvöldsins í Eurojackpot í …
Heppinn Ítali var með allar tölur kvöldsins í Eurojackpot í kvöld og hlýtur rúma fimm milljarða króna.

Stálheppinn Ítali var einn með fyrsta vinning í Eurojackpot-útdrætti kvöldsins og fær rúmlega fimm milljarða króna í sinn hlut. Tveir Danir og einn Norðmaður skiptu öðrum vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 105 milljónir. 

Þá skiptu fjórir með sér þriðja vinningi og fá þeir rétt tæpar 28 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Eistlandi

Þrír voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í N1 Hafnarstræti 21 á Ísafirði, Olís við Hafnarfjarðarveg og á lotto.is.  

Hér má sjá tölur kvöldsins.

mbl.is