18 stiga hiti um landið norðanvert

Búast má við því að margir verði á ferðinni í …
Búast má við því að margir verði á ferðinni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er minnkandi sunnanátt í dag, víða 5-10 m/s síðdegis og enn hægari vindi í kvöld. Að mestu skýjað og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil á landinu og hiti 7 til 12 stig, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert og hiti að 18 stigum að deginum.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Á morgun er spáð hægri suðlægri átt og það kólnar lítið eitt. Lægðardrag gengur yfir landið með dálítilli rigningu í flestum landshlutum og síðdegis gengur í suðvestan 8-13 m/s með skúrum, en léttir til um austanvert landið.

Suðvestan- og vestanáttir fram í miðja næstu viku með dálítilli vætu, en léttskýjað austan til.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert