Helsingi haslar sér völl í Skúmey

Í ferðinni í Skúmey á dögunum fundust þar nokkuð á …
Í ferðinni í Skúmey á dögunum fundust þar nokkuð á fjórtánda hundrað hreiður helsingja og er þetta stærsta varpstöð fuglsins á hér á landi. Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir

„Fuglalífið í Skúmey dafnar og framvinda í lífríkinu þar er mjög áhugaverð,“ segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands á Hornafirði.

Vísindamenn og landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs fóru nú í vikunni í Skúmey, hólma í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, og töldu þar hreiður og gerðu ýmsar rannsóknir og mælingar.

Dylst vel frá alfaraleiðum

Með undanhaldi Breiðamerkurjökulsins djarfaði fyrir klettum við sporð hans, fyrst í kringum 1980. Eftir því sem jökullinn gaf meira eftir varð myndin skýrari og í kringum aldamótin stóð úti í lóninu eyja, sem er rétt rúmir 10 hektarar að flatarmáli. Eyjan er lág og dylst vel frá umhverfi og alfaraleiðum. Hún hefur því orðið griðastaður fugla svo sem helsingja, sem eru af stofni gæsa, en einnig verpa þar æðarkollur og skúmar, en af þeim er nafn eyjunnar dregið. Hún er að mestu gróðurvana, en urð, grettistök og jökulset áberandi á yfirborði.

„Í fyrstu rannsóknarferðinni í Skúmey árið 2014 fundust þar helsingjahreiður en nú teljast þau um 1.400. Þetta er án neinna tvímæla stærsta varp helsingja á Íslandi, sem halda sig nær alfarið á sunnanverðu landinu. Helsingi sem fer hér um verpir annars mest á Grænlandi,“ segir Kristín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »