Ný stjórn Eflingar

Ný stjórn Eflingar.
Ný stjórn Eflingar. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur tók við stjórnartaumum Eflingar á aðalfundi félagsins á Hótel Sögu miðvikudaginn 20. maí.

Varaformaður nýrrar stjórnar er Agnieszka Ewa Ziólkowska. Aðrir fulltrúar í stjórn Eflingar eru Eva Ágústsdóttir, Kolbrún Valvesdóttir, Guðmundur Baldursson, Daníel Örn Arnarsson, Michael Bragi Whalley, Innocentia Fiati, Felix Kofi Adjahoe, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Stefán E. Sigurðsson, Úlfar Snæbjörn Magnússon, Zsófía Sidlovits og Þorsteinn M. Kristjánsson. Engin mótframboð bárust við lista Sólveigar Önnu og því var stjórnin sjálfkjörin.

Sama dag kom út ársskýrsla Eflingar á íslensku og ensku þar sem farið er yfir starfsemi liðins árs og tæpt á lykiláherslum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Ber þar hæst árangursríka kjarabaráttu félagsins fyrir hönd starfsmanna þess á almennum og opinberum markaði. Með sama hætti hafa skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins skilað sér í öflugu þróunar- og þjónustustarfi við sífjölgandi félagahóp. Svo sem öflugri upplýsingamiðlun, átaki í þýðingum, eflingu trúnaðarmanna og bættri þjónustu í móttöku samfara innleiðingu nýs þjónustukerfis. Í framhaldi af því hefur verið ýtt úr vör undirbúningsvinnu við Mínar síður Eflingar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert