Vímuefnahlaupbangsar í umferð á Norðurlandi

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis …
Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. mbl.is/Eggert

Hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni hafa gert vart við sig í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Þarna er um grafalvarlegt mál að ræða en eins og nýleg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættuleg efni,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook. 

Í síðasta mánuði veiktust tvær ung­lings­stúlk­ur hast­ar­lega eft­ir að hafa borðað hlaup­bangsa sem munu hafa inni­haldið kanna­bis­efni og morfín. Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók í fyrradagís­lensk­an karl­mann á fimm­tugs­aldri vegna gruns um að hann hefði selt hlaup­bangsa sem inni­héldu fíkni­efni. Maður­inn játaði sök.

Bangsarnir finnast nú víðar og lítur lögreglan á Norðurlandi vestra málið alvarlegum augum og biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Ef einhverjir kunna að búa yfir upplýsingum um málið þá er skorað á þá að hafa samband við lögregluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert