Sækja styrk til bandamanna í næstu sveit

Erlendir ferðamenn í fjörunni við lónið Breiðamerkursandur Jökulsárlón og fjaran …
Erlendir ferðamenn í fjörunni við lónið Breiðamerkursandur Jökulsárlón og fjaran fyrir framan er fjölsóttur viðkomustaður ferðamanna jafnt vetur sem sumar og vinsæll til myndatöku. mbl.is/RAX

Sveitarfélögin standa mörg frammi fyrir miklum áskorunum og erfiðleikum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Mörg þau minni eiga erfitt með að mæta mögulegu tekjufalli og auknum útgjöldum sem fylgja því að áætlanir fyrir árið eru foknar út í veður og vind.

Þá er víða uppi óvissa um að hægt verði að sinna nauðsynlegri grunnþjónustu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er atvinnuleysi á mörgum stöðum í hæstu hæðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag.

Framkvæmdastjórar sveitarfélaga og landshlutasamtaka hafa fundað að undanförnu vegna ástandsins. Á þeim fundum hefur komið í ljós að mörg sveitarfélög sem hafa sameinast öðrum eða eru í viðræðum um það finna styrk í bandamönnum sínum í þeim ólgusjó sem þau róa nú í. Eins og kunnugt er hafa stjórnvöld boðað þá stefnu að fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 verði sveitarfélög með 250 íbúa og færri þvinguð til að sameinast öðrum og fjórum árum seinna verði lágmarkstala íbúa 1.000 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert