Borgin gerði mistök

Dornier-vél Ernis.
Dornier-vél Ernis. mbl.is/Eggert

Upplýsingagjöf var ábótavant hjá Reykjavíkurborg þegar forstjóri flugfélagsins Ernis var ekki upplýstur um breytt áform borgarinnar er vörðuðu flugskýli fyrirtækisins hjá Reykjavíkurflugvelli.

Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Sigurborgar er ljóst að tryggja þurfi betri samskipti. Þá verði hlutaðeigandi aðilar að setjast niður og ræða málin. „Við verðum að setjast niður og tala saman. Við viljum ekki að fólk upplifi stöðuna þannig að það bíði upp á von og óvon með sína starfsemi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert