600 manns koma í dag

Farþegar verða nú skimaðir við komuna til landsins.
Farþegar verða nú skimaðir við komuna til landsins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Átta flugvélar munu lenda á Keflavíkurflugvelli í dag með um 600 farþega en sá fjöldi jafngildir tæplega helmingi af þeim farþegafjölda sem kom til landsins í apríl og einum þriðja af þeim fjölda sem kom til landsins í maí.

Leita þarf aftur í marsmánuð til að sjá svo margar flugvélar á áætlun en undanfarið hafa um þrjár vélar lent á Keflavíkurflugvelli daglega. Þær hafa verið svo fáar vegna þeirra takmarkana sem settar voru á ferðalög vegna kórónuveirunnar.

„Við erum tilbúin fyrir það sem er fram undan með þessum nýja valkosti sem er settur fram fyrir farþega, sem er að velja skimun frekar en tveggja vikna sóttkví, og þann áhuga sem flugfélög hafa sýnt á að koma til landsins eftir að yfirvöld og heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að þessi leið yrði farin,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Áhuginn hefur verið töluverður.

Guðjón Helgason.
Guðjón Helgason. Ljósmynd/Isavia

„Um leið og heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að hefja þessa skimun fundum við fyrir áhuga flugfélaga á að koma hingað til lands. Það hefur verið svo síðan þetta var tilkynnt og við erum viðbúin því sem er að hefjast núna.“

Frá 19. mars var öllum Íslendingum sem sneru heim frá öðrum löndum gert að sæta fjórtán daga sóttkví. Um mánuði síðar tók sú regla gildi fyrir alla sem til landsins komu, óháð þjóðerni.

Hafði þetta talsverð áhrif á ferðamannastrauminn en 1.264 komu til landsins í apríl og 1.954 í maí. Á sama tíma fyrir ári komu tæplega 200.000 manns til landsins í hvorum mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert