Gosið getur í Grímsvötnum

Jökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Jökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Vísbendingar eru um að Grímsvötn búi sig nú undir eldgos. Af þeim sökum mun vísindaráð almannavarna hittast á fundi í dag til að ræða nýjustu mælingar á svæðinu auk þess sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesskaga.

Ráðið hittist síðast á fundi 10. júní sl. en sökum aðstæðna í Grímsvötnum þótti ástæða til að boða annan fund í dag.

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, er lítið hægt að lesa í boðun fundarins. „Þetta þýðir bara að það þurfi að fara yfir stöðuna varðandi Grímsvötn. Ég held að það sé ekki ástæða til að lesa eitthvað í það. Það er ekkert sem segir að þetta muni skella á akkúrat núna,“ segir Magnús og bætir við að tíma taki fyrir gos að myndast. Slíkt taki að lágmarki viku. Ekki sé þó ólíklegt að gjósa muni á svæðinu. „Það gæti gerst en gerist ekki alltaf. Við þurfum að vera við því búin að þetta geti gerst,“ segir Magnús.

Spurður í Morunblaðinu í dag hvort gos á svæðinu sé áhyggjuefni kveður Magnús nei við. Ekki séu líkur á því að gos nærri Grímsvötnum geti valdið mjög miklum skaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka