Vill minnast gjafar og frelsis

Að ári verða 80 ár frá því þjóðin fékk Bessastaði …
Að ári verða 80 ár frá því þjóðin fékk Bessastaði að gjöf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrir Alþingi liggja tillögur frá Vilhjálmi Bjarnasyni varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um að reistir verði minnisvarðar um þá Sigurð Jónasson og Hans Jónatan, þræl sem sótti frelsi sitt til Djúpavogs.

Sigurður gaf Íslendingum Bessastaði í þeim tilgangi að þar yrði bústaður ríkisstjóra og síðar forseta lýðveldisins. Er lagt til að settur verði upp skjöldur til að minnast gjafar hans árið 1941. Á næsta ári verða liðin 80 ár frá gjöf Sigurðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hans Jónatan er sagður í greinagerð með frumvarpinu fæddur í þrældóm og að hann hafi getið sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það hafi þó ekki dugað til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert