Beint: Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verða meðal þeirra sem kynna nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag kl 14:30 munu for­sæt­is­ráðherra, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, fjár­málaráðherra og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynna nýja út­gáfu af aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, en fyrri áætl­un­in var kynnt í sept­em­ber 2018. Var þá greint frá því að strax yrði farið í vinnu við nán­ari út­færslu sem nú lít­ur dags­ins ljós, en bú­ist er við mikl­um breyt­ing­um frá fyrri áætl­un.

Í fyrri áætl­un­inni var meðal ann­ars gert ráð fyr­ir að verja 6,8 millj­örðum á ár­un­um 2018-2023 í aðgerðir í lofts­lags­mál­um hér á landi. Var mark­miðið að stuðla að auk­inni kol­efn­is­bind­ingu þannig að hægt væri að standa við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins til 2030 og um mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að ná kol­efn­is­hlut­leysi árið 2040.

Hægt verður að fylgj­ast með beinni út­send­ingu frá kynn­ing­unni klukk­an 14:30 hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert