Kostnaður eykst um tvo milljarða

Rekstrarkostnaður Strætó eykst um tvo milljarða vegna Borgarlínu.
Rekstrarkostnaður Strætó eykst um tvo milljarða vegna Borgarlínu. mbl.is/Sigurður Bogi

Með hærra þjónustustigi Borgarlínu má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður Strætó bs. muni aukast um tvo milljarða króna árlega. Ekki liggur fyrir hversu mikil tekjuaukningin kann að vera. Þetta segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður verkefnastofu Borgarlínu.

Eins og áður hefur komið fram hafa þingmenn Miðflokksins gagnrýnt mjög áform um uppbyggingu Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu í umræðum um samgönguáætlun. Telja þeir að ekki liggi fyrir nein haldbær kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna, auk þess sem arðsemismat og rekstraráætlun finnist hvergi.

Að sögn Hrafnkels liggur endanleg rekstraráætlun ekki fyrir, sem sé þó jafnframt mjög eðlilegt. Að því undanskildu liggi allar helstu staðreyndir fyrir. „Menn eru ekki í algjöru myrkri hvað þetta varðar. Það liggur fyrir hvað mun kosta að reka vagna Borgarlínunnar. Hins vegar er enn verið að ítra leiðarkerfisbreytingar sem munu spila inn í endanlega rekstraráætlun fyrir allt leiðarkerfi Strætó,“ segir Hrafnkell í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag, og bætir við að ekki sé komið í ljós hversu mikið tekjur munu aukast með öflugra þjónustustigi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka