Kynna nýja útgáfu af aðgerðaáætlun í loftlagsmálum

Íslenskir jöklar hopa hratt vegna hnattrænnar hlýnunar. Fremst er Ok, …
Íslenskir jöklar hopa hratt vegna hnattrænnar hlýnunar. Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki lengur. Í baksýn er horft til Þórisjökuls, sem gæti einnig horfið líkt og fleiri íslenskir jöklar ef loftslag heldur áfram að hlýna eins og spáð er. mbl.is/RAX

Í dag munu forsætisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynna nýja útgáfu af aðgerðaáætlun í loftlagsmálum, en fyrri áætlunin var kynnt í september 2018. Var þá greint frá því að strax yrði farið í vinnu við nánari útfærslu  sem nú lítur dagsins ljós, en búist er við miklum breytingum frá fyrri áætlun.

Í fyrri áætluninni var meðal annars gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum á árunum 2018-2023 í aðgerðir í loftlagsmálum hér á landi. Var markmiðið að stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að hægt væri að standa við markmið Parísarsamkomulagsins til 2030 og um markmið ríkisstjórnarinnar um að ná kolefnishlutleysi árið 2040.

Alls er að finna 34 aðgerðir á ýms­um sviðum í fyrri útgáfu áætlunarinnar, en megin­á­hersl­urn­ar eru tvær. Í fyrsta lagi eru það orku­skipti í sam­göng­um, með sér­stakri áherslu á raf­væðingu í vega­sam­göng­um. Þátt­ur í þessu er að rík­is­stjórn­in hyggst banna ný­skrán­ingu bíla sem ein­ung­is ganga fyr­ir jarðefna­eld­neyti, bens­íni og dísil, eft­ir árið 2030.

Í ann­an stað er um að ræða átak í kol­efn­is­bind­ingu, þar sem skóg­rækt og land­græðsla eiga að gegna lyk­il­hlut­verki, auk þess sem draga átti úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með end­ur­heimt vot­lend­is.

Á þessum fimm árum, frá 2018-2023 átti að verja fjórum milljörðum í um­fangs­mikið átak við end­ur­heimt vot­lend­is, birki­skóga og kjarr­lend­is, stöðvun jarðvegs­eyðing­ar og frek­ari land­græðslu og ný­skóg­rækt til þess að vinna sér­stak­lega að mark­miði um kol­efn­is­hlut­leysi.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá kynningunni klukkan 14:30 hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert