Leggja til breytingar á frumvarpi um sendiherra

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki almenn samstaða um þetta en þetta var lagt til sem ákveðin málamiðlunartillaga,“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Vísar hún í máli sínu til nefndarálits með breytingartillögum er varðar frumvarp til laga um breytingar á lögum um utanríkisþjónustu Íslands, þar á meðal skipan sendiherra.

Í nefndarálitinu eru lagðar til nokkrar breytingar á framangreindu frumvarpi. Nefndinni hafði áður borist fjöldi umsagna og í kjölfarið var ákveðið að leggja til breytingartillögur á ákveðnum þáttum frumvarpsins. Með frumvarpinu eru núgildandi heimildir sem ráðherra hefur til skipunar sendiherra skýrðar og takmarkaðar. Er það ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert