Uppboð lögreglunnar á óskilamunum hafið

Reiðhjólauppboð lögreglu hafa verið mjög vinsæl síðustu ár en það …
Reiðhjólauppboð lögreglu hafa verið mjög vinsæl síðustu ár en það verður með öðruvísi sniði í ár. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Netuppboð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á óskilamunum hófst í gær og stendur til 12. júlí. Vaka mun sjá um uppboðið fyrir hönd lögreglunnar og verður það haldið á vefsvæði Vöku.

Fjöldi reiðhjóla verður á uppboðinu og gert er ráð fyrir að einhverjir bílar verði þar sömuleiðis. Það eru allar líkur á því að hægt verði að gera góð kaup, að minnsta kosti ef miðað er við reynslu fyrri ára.

mbl.is