Ók rafskútu á sex ára barn

Vegfarandi á rafmagnshlaupahjóli ók á sex ára barn á Austurvelli í dag eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Barnið slasaðist lítils háttar við áreksturinn. 

Brotist var inn í tvær bifreiðar í miðborginni í dag. Þá var aðili handtekinn fyrir líkamsárás og hótanir í hverfi 109 og er hann vistaður í fangaklefa.

mbl.is