Sjá loks fyrir endann á framkvæmdum

Skólavegur á Fáskrúðsfirði.
Skólavegur á Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Fjarðarbyggð.

Undirbúningur fyrir malbikun Skólavegar á Fáskrúðsfirði er nú í fullum gangi. Þegar undirbúningi lýkur verður hafist handa við að leggja malbik á götuna, en stefnt er að því að verkefninu verði lokið í lok júlímánaðar. Þetta kemur fram á vef Fjarðarbyggðar. 

Framkvæmdir við veginn hafa verið afar umfangsmiklar undanfarin ár. Nú sér hins vegar fyrir endann á þeim, en skammt er þar til framkvæmdaaðilar mæta á svæðið og hefja undirbúning fyrir malbikunina. 

Á vef Fjarðabyggðar er íbúum fært þakklæti fyrir mikla þolinmæði og umburðarlyndi undanfarin ár. Hafa framkvæmdir staðið lengi yfir en síðustu þrjú ár hafa viðgerðir farið fram á lagnakerfi vegarins. Sjálfur vegurinn liggur í gegnum allan bæinn og hefur þetta því valdið umtalsverðri röskun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert