Tekur mark á lögfræðiálitinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tekur mark á lögfræðiáliti sem segir til um að Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafi ekki haft heimild til að gera samkomulag við yfirlögregluþjóna sem jók lífeyrisréttindi þeirra um samtals 300 milljónir króna. 

Þá segir Áslaug, aðspurð í samtali við mbl.is, að ekki hafi sérstakt lögfræðilegt mat verið lagt á ákvörðun Haraldar á sínum tíma. Hún hafi þó talið að almennt væri forstöðumönnum stofnana ríkisins heimilt að gera breytingar á sam­setn­ingu heild­ar­launa. 

Áslaug vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert