Páley tekin við á Norðurlandi eystra

Páley Borgþórsdóttir tók til starfa við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi …
Páley Borgþórsdóttir tók til starfa við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í morgun. Ljósmynd/Lögreglan

Páley Borgþórsdóttir hefur nú tekið við sem lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en hún var áður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra var sýnt frá því þegar Páley fékk afhent aðgangskortið, en það var Eyþór Þorbergsson, sem gengt hefur lögreglustjóraembættinu undanfarnar vikur, sem afhenti Páleyju kortið og bauð hana velkomna til starfa.

mbl.is