Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi …
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Páley Borgþórsdóttir hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti lögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu en það er dómsmálaráðherra sem skipar í embættið. 

Páley er því á förum frá Vestmannaeyjum en hún hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum frá 2002 til 2007 og starfaði sem lögmaður frá 2007 til 2014. 

Fimm sóttu um stöðuna. Umsækjendur auk Páleyjar voru Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dótt­ir, aðstoðarsak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, Hall­dóra Krist­ín Hauks­dótt­ir, lögmaður hjá Ak­ur­eyr­ar­bæ, Hreiðar Ei­ríks­son, lög­fræðing­ur hjá Fiski­stofu og Sig­urður Hólm­ar Kristjáns­son, sak­sókn­ar­full­trúi og staðgeng­ill lög­reglu­stjóra á Norður­landi vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert