„Þetta er afleitt veður til útivistar“

Spáin er ekki góð.
Spáin er ekki góð. Ljósmynd/Veðurstofan

Lægð verður yfir landinu um helgina, sem er líkleg til að stjórna veðri hér á landi á næstu dögum. Gul viðvörun er í gildi norðvesturfjórðungi landsins; á Vestfjörðum, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi Vestra frá því eftir hádegi og þar til annað kvöld.

Þetta segir Halldór Eiríksson, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu, í samtal við mbl.is.

Spáð er mikilli úrkomu og vindi víða um land, en ferðalöngum er ráðlagt að kynna sér veður áður en það leggur land undir fót. „Þetta er afleitt veður til útivistar,“ segir Haraldur um veðurhorfur á norðvesturfjórðungnum um helgina. Hann segir þá að veðrið mun líklega ganga niður á sunnudeginum.

Möguleiki er á snjókomu á hæstu fjöllum á Vestfjörðum í kvöld, og það getur snjóað í fjallatoppa á Norðurlandi á morgun, en Haraldur segir snjókomu nokkuð óeðlilega í júlí. Þó má búast við rigningu á láglendi.

Í tilkynningu Veðurvaktarinnar er varað við stormi á Vestfjörðum og Ströndum, þar sem verður mikið vatnsveður í kvöld og á morgun, og hætta á grjóthruni. Einnig er varað við snörpum vindkviðum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld og á Kjalarnesi snemma í fyrramálið.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert