Makrílaflinn er orðinn 26.000 tonn

Makríll dreginn um borð.
Makríll dreginn um borð. mbl.is/Árni Sæberg

Búið var að veiða um 26 þúsund tonn af makríl í gær, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu um afla á þessu ári.

Þar af höfðu tæplega 972 tonn verið veidd í færeysku lögsögunni, væntanlega sem meðafli með öðrum afla eins og kolmunna í vor, en 25.045 tonn höfðu veiðst í íslenskri landhelgi. Makrílkvóti Íslands á þessu ári verður rúmlega 152 þúsund tonn, samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Vertíðin hefur farið fremur hægt af stað og virðist sem makríllinn sé að mjög takmörkuðu leyti genginn inn í íslenska lögsögu, samkvæmt því sem fram kom á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (svn.is) í gær. Þá var bræla á makrílmiðunum sunnan við landið en horfur á betra veðri á morgun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert