Sumarið hlýtt og gróskumikið

Víða á Suðurlandi hafa verið ræktaðir upp stórir og afar …
Víða á Suðurlandi hafa verið ræktaðir upp stórir og afar fallegir skógar, svo sem í Fljótshlíðinni í landi Tungu og Tumastaða mbl.is/Sigurður Bogi

„Flest í náttúrunni leitar jafnvægis og óværur aðlagast aðstæðum. Lifur sem nú leita á birkið eru vissulega hvimleiðar, hægja á vexti og skaða ásýnd skóganna. En í ljósi reynslu okkar af öðrum plágum tel ég ástæðulaust að hafa miklar áhyggjur af þessum óvelkomna gesti, sem sennilegt er að missi þróttinn þegar fram líða stundir,“ segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni, í Morgunblaðinu í dag.

Síðustu sumur hefur birkikemba gerst aðsópsmikil á birkitrjám, fyrst á sunnanverðu landinu og nú víðar um landið. Fyrst varð lirfu þessarar vart í Hveragerði árið 2005; en þetta eru agnarsmá fiðrildi sem verpa í laufblöðum og sækja sér í þau næringu. Af þeim sökum verða blöðin brún og uppétin að innanverðu. Birkiþéla sem hagar sé með líku lagi og birkikemban, þó síðar á sumrin, nam svo land fyrir örfáum árum og er ekki síður til ama og skaða, að sögn Hreins.

Lifrur halda lífi yfir vetur

„Mér finnst sennilegast að þessar lífverur hafi hingað komið með innfluttum plöntum, trjákurli eða í gróðurmold. Birkikemban, þélan og aðrar maðkaplágur hafa eflst síðustu árin sem ég tel meðal annars stafa af loftslagsbreytingum. Sumrin eru hlý og veturnir ekki jafn kaldir og áður var. Lirfurnar ná því frekar en ella að halda lífi yfir veturinn,“ segir Hreinn í umfjöllun um gróðurinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert