Leit enn í gangi á Hornströndum

Hornstrandir.
Hornstrandir. Ljósmynd/Umvherfisstofnun

Björgunarsveitir voru kallaðar út á tólfta tímanum í gærkvöld vegna ungs pars í vanda á Hornströndum. Samkvæmt upplýsingum mbl.is stendur leit enn yfir en að sögn lögreglunnar á Ísafirði er parið, sem er íslenskt, vel búið. Þau voru á leið frá Fljótavík yfir í Hlöðuvík og því væntanlega á því svæði. Ekkert hefur náðst í parið frá því þau óskuðu eftir aðstoð. 

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var mikil mikil þoka á þessum slóðum í gærkvöldi og nótt og er enn dimm þoka á svæðinu. Lögreglan segir að strax og þokan minnkar verði óskað eftir aðstoð áhafar þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Áhöfn á björgunarskipinu Gísla Jóns sigldi með níu leitarmenn norður á Hornstrandir í nótt en þokan gerir leit erfiða að sögn lögreglu í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert